Bjútíbomban Haminga frá Árbæ var sýnd í kynbótadómi á Selfossi í vikunni og ekki hægt að segja annað en það hafi farið fallega. Hamingja er 4 vetra gömul undan Draupni frá Selfossi og Gleði frá Árbæ og er því sammæðra heimsmeistaranum Geisla frá Árbæ. Hamingja hlaut fyrir sköpulag 8,54 og 8,03 fyrir hæfileika sem gerir 8,21 í aðaleinkunn og miða á Landsmót. Hamingja var listilega sýnd af Árna Birni og eiga Lárus og Ásta heiðurinn af tamningu hennar og þjálfun.
0 Comments
![]() Hinn 4 vetra gæðingur, Kría frá Árbæ, var sýnd í fullnaðardóm í gær og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið ljómandi vel. Hún hlaut hvorki meira né minna en 8,38 í aðaleinkunn og er efsta 4 vetra hryssan inn á Landsmót sem stendur. Kría er undan Keilu frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Arndísi frá Feti og Keili frá Miðsitju. Faðir hennar er gæðingurinn Spaði frá Stuðlum. Kría var listilega sýnd af Árna Birni og eiga Lárus og Ásta heiðurinn af tamningu hennar og þjálfun.
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
July 2024
Categories |