Það er ekki hægt að segja annað en að orð Vigdísar að lokinni verðlaunaafhendingu á Landsmótinu hafi átt vel við "Ég flýg hamingjusöm á vænjum kríunnar". En Hamingja frá Árbæ var krýndur Landsmótssigurvegari í flokki 4 vetra hryssna og Kría frá Árbæ hafnaði í sjötta sæti í sama flokki. Frábær árangur hjá þessum miklu gæðingum og ekki sjálfgefið að ná svona góðum árangri með ung hross.
Hamingja hækkaði dóm sinn frá því í vor en hún hlaut 8,36 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,54 fyrir sköpulag og 8,26 fyrir hæfileika. Hún hlaut m.a. 9,0 fyrir höfuð - háls, herðar og bóga - bak og lend og hægt stökk. Hamingja er undan Gleði frá Árbæ og er því sammæðra Geisla frá Árbæ sem hampaði gulli í flokki 6 vetra stóðhesta á HM í Hollandi 2023. En Gleði var undan Vökli frá Árbæ og Glás frá Votmúla 1. Faðir Hamingju er gæðingafaðirinn Draupnir frá Stuðlum, sem var undan Kiljan frá Steinnesi og Þernu frá Arnarhóli. Keila hlaut í aðaleinkunn 8,29 sem skiptist í 8,45 fyrir sköpulag og 8,21 fyrir hæfileika en hún lækkaði aðeins frá því í vor en hún var með 8,38 í aðaleinkunn inn á mót. Móðir Kríu er Keila frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Keili frá Miðsitju og Arndísi frá Feti. Faðir Kríu er Spaði frá Stuðlum sem var undan Barða frá Laugarbökkum og Þernu frá Arnarhóli. Þær Hamingja eru nokkuð skyldar en heiðursverðlaunahryssan Þerna frá Arnarhóli er amma þeirra beggja að föðurnum til og heiðursverðlaunahryssan Vigdís frá Feti er langamma þeirra beggja að móðurinni til. Við erum ákaflega stoltar af þessum miklu gæðingum og árangri þeirra í vor og á Landsmótinu. Þessum frábæra árangri væri að sjálfsögðu ekki náð nema með hóp af góðu fólki í kringum okkur og er það ómetanlegt og erum við þeim öllum þakklátar. Hamingja og Kría voru tamdar af Ástu og Lárusi og hafa þær verið í þjálfun hjá þeim en svo var það Árni Björn sem sá um að sýna þær og kalla fram að besta í þeim á þeirri stundu. Þessi þrjú mynda frábært teymi sem gaman er að vinna með og erum við ákaflega þakklát fyrir þeirra þátt í þessu.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |