Bjútíbomban Haminga frá Árbæ var sýnd í kynbótadómi á Selfossi í vikunni og ekki hægt að segja annað en það hafi farið fallega. Hamingja er 4 vetra gömul undan Draupni frá Selfossi og Gleði frá Árbæ og er því sammæðra heimsmeistaranum Geisla frá Árbæ. Hamingja hlaut fyrir sköpulag 8,54 og 8,03 fyrir hæfileika sem gerir 8,21 í aðaleinkunn og miða á Landsmót. Hamingja var listilega sýnd af Árna Birni og eiga Lárus og Ásta heiðurinn af tamningu hennar og þjálfun.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |