Landsmótssigurvegarinn í B-flokki ungmenna, Tumi frá Jarðbrú, fer í girðingu í Árbæ, Rangárþingi Ytra, 29. júlí.
Hann hlaut 8,61 í aðaleinkunn í kynbótadómi sem skiptist í 8,56 fyrir sköpulag og 8,63 fyrir hæfileika. Eins og áður sagði sigraði Tumi ásamt knapa sínum, Matthíasi Sigurðssyni, B-flokk ungmenna á LM 2024 með 9,03 í aðaleinkunn. Tumi varð í 2 sæti í B-flokki á LM 2022 með 9,12 í aðaleinkunn þá setinn af Jakobi Svavari Sigurðssyni. Tumi og Jakob sigruðu tölt T1 á Reykjavíkurmeistaramóti 2022. Hæsta einkunn hans í tölti er 8,20 í forkeppni og 8,67 í úrslitum. F: Trymbill frá Stóra-Ási, ae. 8,57 M: Gleði frá Svarfhóli, ae. 8,32 Verð á tollinum er 150 þúsund m/vsk (inn í því er girðingagjald og 1 sónar). Nánari upplýsingar veita Maríanna í síma 894 6611 og Matthías í síma 854 5315.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |