Arndís frá Feti
Arndísi eigum við með Hrossaræktarbúinu Feti en við eignuðumst hana sem folald þegar við keyptum helminginn í móður hennar Vigdísi frá Feti af Brynjari Vilmundarsyni sem átti og rak búið þá.
Eins og áður sagði er heiðursverðlaunahryssan Vigdís frá Feti móðir hennar en faðir hennar er heiðursverðlaunahesturinn Orri frá Þúfu. Hún hefur gefið okkur nokkra gæðinga og er Keila frá Árbæ (ae. 8,29) sem er undan henni og heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju m.a. í ræktun hjá okkur.
Arndís hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi haustið 2018.
Eins og áður sagði er heiðursverðlaunahryssan Vigdís frá Feti móðir hennar en faðir hennar er heiðursverðlaunahesturinn Orri frá Þúfu. Hún hefur gefið okkur nokkra gæðinga og er Keila frá Árbæ (ae. 8,29) sem er undan henni og heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju m.a. í ræktun hjá okkur.
Arndís hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi haustið 2018.
IS1999286914, brún
Aðaleinkunn kynbótamats 120 Faðir: Orri frá Þúfu í Landeyjum FF: Otur frá Sauðárkróki FM: Dama frá Þúfu í Landeyjum Móðir: Vigdís frá Feti MF: Kraflar frá Miðsitju MM: Ásdís frá Neðra-Ási |
Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2018
"Arndís frá Feti gefur stór og gerðarleg hross. Hálsinn er reistur, lendin er öflug en stundu gróf og afkvæmin eru fótahá. Fætur eru nágengir að aftan en hófar eru vel gerðir, prúðleiki er í meðallagi. Afkvæmin eru hágeng á tölti, brokkið mætti vera jafnara á takti en skeiðið er takthreint sé það fyrir hendi. Stökkið er oftar ferðmikið og ágætt á hægu, fetið er um meðallag. Arndís gefur reist og myndarleg, þjál reiðhross, hún hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið." |
Aðaleinkunn kynbótadóms 8,21
Sköpulagseinkunn 8,31
Höfuð: 8,0 - Skarpt/þurrt - Myndarlegt - Langt höfuð - Smá augu Háls/herar/bógar: 8,5 - Reistur - Langur Bak og lend: 8,0 - Mjúkt bak - gróf lend Samræmi: 8,0 - Fótahátt Fótagerð: 8,5 - Öflugar sinar - Prúðir fætur - Þurrir fætur Réttleiki: 7,5 - Afturf.: Nágengir Hófar: 9,0 - Djúpir - Efnisþykkir - Hvefldur botn Prúðleiki: 8,0 |
Hæfileikaeinkunn - 8,15
Tölt: 8,0 - Mjúkt Brokk: 8,0 - Öruggt - Skrefmikið Skeið: 8,0 Stökk: 8,5 - Ferðmikið - Teygjugott Vilji og geðslag: 8,0 - Ásækni - Óþjálni Fegurð í reið: 8,5 - Mikil reising Fet: 9,0 - Taktgott - Skrefmikið Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,0 |