ÁRBÆR HROSSARÆKT
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures

Seðill frá Árbæ

PictureKynbótadómur júní 2021
Seðill frá Árbæ er fæddur 2015 og er undan Veronu frá Árbæ og Sjóð frá Kirkjubæ. Seðill er einstaklega fallegur og fór í byggingardóm 4 vetra og hlaut þá 8,55 í einkunn fyrir byggingu. Við tókum þá ákvörðun að fara eingöngu með hann í byggingardóm þá og stefna með hann í fullnaðardóm 5 vetra sem var og gert. Hann er með góð skil á milli gangtegunda og efni í frábæran fimmgangara. Hann er með frábært geðslag sem skilar sér m.a. í mikilli jákvæðni og er hann alltaf tilbúinn að vinna fyrir knapann.

Seðill er hæst dæmda afkvæmi Veronu og hann er hæst dæmda afkvæmi Sjóðs fyrir sköpulag ásamt því að vera með hæst dæmdu afkvæmum hans.

Það fæddust nokkur folöld undan honum í fyrra sumar og hafa þegar fæðst nokkur folöld undan honum nú í sumar. Þau sem fæddust undan honum í fyrra og nú eru öll gullfalleg með skemmtilegt skref.

Seðill fór í fullnaðardóm vorið 2020 og gekk það frábærlega en hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Frábær dómur í fyrstu atrennu fyrir þennan bráðefnilega fola og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur.

Seðill fór síðan aftur í kynbótadóm vorið 2021 og hækkaði hann dóm sinn verulega þá. Hækkaði í 8,79 fyrir sköpulag, í 8,62 fyrir hæfileika og hækkaði því aðaleinkunn sína í 8,68. Enginn smá einkunn þar og er hann nú með 7 x 9,0 í einkunn í kynbótadómi og enga hæfileikaeinkunn undir 8,5.  Myndband af sýningu hans má sjá hér.
​
Vorið 2022 hélt hann áfram að hækka sig og endaði í 8,75 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,72 fyrir hæfileika. Með þessum glæsilega dóm hefur hann tryggt sér þátttökurétt á Landsmótinu nú í sumar og verður gaman að fylgja honum eftir þangað.

Það er Árni Björn Pálsson sem hefur sýnt hann í kynbótadómi en Lárus Jóhann Guðmundsson og Ásta Björnsdóttir eiga heiðurinn af tamningu og þjálfun á honum frá upphafi.

​Seðill verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2022. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.


IS2015186939, rauðstjörnóttur
F: Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70
FF: Sær frá Bakkakoti, ae. 8,62
FM: Þyrnirós frá Kirkjubæ, ae. 8,46
M: Verona frá Árbæ, ae. 8,32
MF: Aron frá Strandarhöfði, ae. 8,54
MM: Vigdís frá Feti, ae. 8,36


Aðaleinkunn kynbótamats 130
​
​

aðaleinkunn kynbótadóms 8,75

 Sköpulagseinkunn - 8,79
Höfuð: 8,5 - vel borin eyru - Bein neflína
Háls, herðar og bógar: 9,0 - Reistur - Meðal hálssetning - Langur - Hvelfd yfirlína
Bak og lend: 9,0 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak - Breitt bak 
Samræmi: 9,0 - Framhátt - Fótahátt - Sívalvaxið - Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,5 - Þurrir fætur - Öflugar sinar
Réttleiki: 8,0
Hófar: 9,0 - Hvelfdur botn - Efnisþykkir - Vel lagaðir
​Prúðleiki: 7,5
Hæfileikaeinkunn - 8,72
Tölt: 8,5 - Góð fótlyfta - Góð skreflengd - Rúmt - Takthreint
Brokk: 9,0 - Góð skreflengd - Svifgott - Rúmt - Takthreint
Skeið: 9,0 - Rúmt - Góð skreflengd - Svifgott - Sterk yfirlína - Taktgott
Greitt stökk: 8,0 - Góð skreflengd
Hægt stökk: 8,0 - Góð skreflengd - Takthreint
Samstarfsvilji: 9,0 - Góð framhugsun - Mikil þjálni
Fegurð í reið: 9,0 - Góð fótlyfta - Mikil reising - Fasmikið
​Fet: 8,5 - Góð skreflengd - Stöðugt - Takhreint
​Hægt tölt: 8,5 - Góð fótlyfta - Góð skreflengd
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures