Seðill frá Árbæ

Seðill frá Árbæ er fæddur 2015 og er undan Veronu frá Árbæ og Sjóð frá Kirkjubæ. Seðill er einstaklega fallegur og fór í byggingardóm 4 vetra og hlaut þá 8,55 í einkunn fyrir byggingu. Við tókum þá ákvörðun að fara eingöngu með hann í byggingardóm þá en stefnt er með hann í fullnaðardóm nú í vor. Hann er alhliðagæðingur sem er nýfarinn að stíga sín fyrstu skeiðspor. Hann er með góð skil á milli gangtegunda og efni í frábæran fimmgangara. Hann er með frábært geðslag sem skilar sér m.a. í mikilli jákvæðni og er hann alltaf tilbúinn að vinna fyrir knapann.
Það munu nokkur folöld fæðast undan honum nú í sumar og verður spennandi að sjá þau þegar þau fara að koma í heiminn.
Seðill fór í fullnaðardóm vorið 2020 og gekk það frábærlega en hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann í kynbótadómi en Lárus Jóhann Guðmundsson hefur séð um tamningu og þjálfun á honum frá upphafi. Frábær dómur í fyrstu atrennu fyrir þennan bráðefnilega fola og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur.
Seðill verður á húsi hér heima hjá okkur fram í lok júní og fer svo út í girðingu. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
Það munu nokkur folöld fæðast undan honum nú í sumar og verður spennandi að sjá þau þegar þau fara að koma í heiminn.
Seðill fór í fullnaðardóm vorið 2020 og gekk það frábærlega en hann hlaut 8,44 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann í kynbótadómi en Lárus Jóhann Guðmundsson hefur séð um tamningu og þjálfun á honum frá upphafi. Frábær dómur í fyrstu atrennu fyrir þennan bráðefnilega fola og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur.
Seðill verður á húsi hér heima hjá okkur fram í lok júní og fer svo út í girðingu. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
IS2015186939, rauðstjörnóttur
F: Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70 FF: Sær frá Bakkakoti, ae. 8,62 FM: Þyrnirós frá Kirkjubæ, ae. 8,46 M: Verna frá Árbæ, ae. 8,32 MF: Aron frá Strandarhöfði, ae. 8,54 MM: Vigdís frá Feti, ae. 8,36 |
Aðaleinkunn kynbótamats 125
|
aðaleinkunn kynbótadóms 8,44
Sköpulagseinkunn - 8,61
Höfuð: 8,5 - vel borin eyru - Vel opin augu Háls, herðar og bógar: 9,0 - Reistur - Langur - Háar herðar Bak og lend: 8,5 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak Samræmi: 8,5 - Afar fótahátt - Hlutfallarétt Fótagerð: 8,5 - Þurrir fætur - Öflugar sinar Réttleiki: 8,0 Hófar: 9,0 - Hvelfdur botn - Efnismiklir Prúðleiki: 7,5 |
Hæfileikaeinkunn - 8,35
Tölt: 8,5 - Há fótlyfta - Góð skreflengd - Takthreint Brokk: 8,5 - Há fótlyfta - Takthreint Skeið: 7,5 Stökk: 8,5 - Góð skreflengd - Ferðmikið Hægt stökk: 8,5 - Meðal skreflengd - Svifgott - Takthreint Samstarfsvilji: 8,5 - Mikil þjálni Fegurð í reið: 8,5 - Mikil reising Fet: 8,5 - Skrefmikið - Takhreint Hægt tölt: 8,5 |