Geisli frá Árbæ

Geisli frá Árbæ er fæddur 2017 og er undan Gleði frá Árbæ og Ölni frá Akranesi. Hann er jafnframt fyrsta afkvæmi Gleði sem kemst á tamningaraldur. Það er mjög sterkur og skemmtilegar ættbogi á bakvið þennan bráðefnilega fola en í móðurættina eru m.a. heiðursverðlaunahrossin Vigdís frá Feti og Aron frá Strandarhöfði og fyrrverandi heimsmeistarinn í fimmgangi Baldur frá Bakka.
Geisli fór í fullnaðardóm vorið 2021 þá 4 vetra og ekki hægt að segja annað en frumraun hans í kynbótabrautinni hafi gengið ákaflega vel. Hann hlaut 8,36 í einkunn fyrir sköpulag og 8,15 í einkunn fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn. Hann var sýndur í kynbótadómi af Árna Birni Pálssyni en það eru þau Lárus Jóhann Guðmundsson og Ásta Björnsdóttir sem hafa séð um tamningu og þjálfun á honum.
Geisli fór aftur í dóm vorið 2022 og hækkaði dóm sinn verulega og toppaði sig á Landsmótinu 2022 þar sem hann hlaut 8,46 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,66 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Þar náði hann þeim frábæra árangri að hafna í 2 sæti í flokki 5 vetra stóðhesta og varð 2 hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn árið 2022 á heimsvísu..
Hann var heiðraður sem hæst dæmdi stóðhesturinn í flokki 4 vetra stóðhesta ræktaður af Geysisfélaga árið 2021 með 8,23 í aðaleinkunn og svo hlaut hann aftur viðurkenningu árið 2022 sem hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn ræktaður af Geysisfélaga með 8,46 í aðaleinkunn.
Geisli verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2023. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
Geisli fór í fullnaðardóm vorið 2021 þá 4 vetra og ekki hægt að segja annað en frumraun hans í kynbótabrautinni hafi gengið ákaflega vel. Hann hlaut 8,36 í einkunn fyrir sköpulag og 8,15 í einkunn fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn. Hann var sýndur í kynbótadómi af Árna Birni Pálssyni en það eru þau Lárus Jóhann Guðmundsson og Ásta Björnsdóttir sem hafa séð um tamningu og þjálfun á honum.
Geisli fór aftur í dóm vorið 2022 og hækkaði dóm sinn verulega og toppaði sig á Landsmótinu 2022 þar sem hann hlaut 8,46 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,66 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Þar náði hann þeim frábæra árangri að hafna í 2 sæti í flokki 5 vetra stóðhesta og varð 2 hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn árið 2022 á heimsvísu..
Hann var heiðraður sem hæst dæmdi stóðhesturinn í flokki 4 vetra stóðhesta ræktaður af Geysisfélaga árið 2021 með 8,23 í aðaleinkunn og svo hlaut hann aftur viðurkenningu árið 2022 sem hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn ræktaður af Geysisfélaga með 8,46 í aðaleinkunn.
Geisli verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2023. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
IS2017186936, rauðtvístjörnóttur m/vagl í auga og leist
F: Ölnir frá Akranesi, ae. 8,82 FF: Glotti frá Sveinatungu, ae. 8,64 FM: Örk frá Akranesi, ae. 8,35 M: Gleði frá Árbæ, 8,23 MF: Vökull frá Árbæ, ae. 8,25 MM: Glás frá Votmúla, ae. 8.05 |
Aðaleinkunn kynbótamats 126
|
Aðaleinkunn kynbótadóms 8,46
Sköpulagseinkunn - 8,66
Höfuð: 7,5 - Vel opin augu - Djúpir kjálkar Háls, herðar og bógar: 9,0 - Hátt settur - Langur - Klipin kverk - Góð yfirlína - Skásettir bógar - Afar háar herðar Bak og lend: 9,5 - Afar góð baklína - Vöðvafyllt bak - Breitt bak - Afar öflug lend - Jöfn lend Samræmi: 9,0 - Jafnvægisgott - Afar fótahátt - Hlutfallarétt - Jafn bolur Fótagerð: 8,0 - Sverir liðir - Sinaskil í meðallagi - Þurrir fætur Réttleiki: 7,5 - Útskeifur Hófar: 8,5 - Hvelfdur botn Prúðleiki: 7,5 |
Hæfileikaeinkunn - 8,35
Tölt: 8,5 - Góð fótlyfta - Góð skreflengd - Takthreint Brokk: 8,0 - Góð fótlyfta - Góð skreflengd Skeið: 8,5 - Góð skreflengd - Sterk yfirlína Greitt stökk: 8,5 - Góð skreflengd - Jafnvægisgott Hægt stökk: 8,0 - Takthreint Samstarfsvilji: 8,5 - Þjálni Fegurð í reið: 8,5 - Hvefld yfirlína - Góð reising Fet: 8,0 - Meðal framtak - Takthreint - Góð skreflengd Hægt tölt: 8,0 |