Gleði frá Árbæ
Gleði er fædd okkur og sameinar mikið af okkar bestu línum í gegnum árin í einu hrossi. En hún er undan Glás frá Votmúla sem gaf okkur marga snillinga eins og t.d. Garúnu frá Árbæ sem sigraði 6 vetra flokkinn á heimsleikum 2015. Faðir hennar er Vökull frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði.
Við bindum miklar vonir við hana í ræktun og fer hún vel af stað en elsta afkvæmi hennar fór í kynbótadóm vorið 2021, hinn 4 vetra gamli Geisli frá Árbæ og hlaut hann 8,23 í aðaleinkunn. Ungur og bráðefnilegur foli sem vert er að fylgjast með.
Við bindum miklar vonir við hana í ræktun og fer hún vel af stað en elsta afkvæmi hennar fór í kynbótadóm vorið 2021, hinn 4 vetra gamli Geisli frá Árbæ og hlaut hann 8,23 í aðaleinkunn. Ungur og bráðefnilegur foli sem vert er að fylgjast með.
IS2010286935, rauð
Faðir: Vökull frá Árbæ FF: Aron frá Strandarhöfði FM: Vigdís frá Feti Móðir: Glás frá Votmúla 1 MF: Baldur frá Bakka MM: Garún frá Stóra-Hofi |
Aðaleinkunn kynbótamats 124 stig
|
Aðaleinkunn kynbótadóms 8,23
Sköpulagseinkunn - 8,29
Höfuð: 8,0 - Vel opin augu Háls/herðar/bógar: 9,0 - Reistur - Langur - Háar herðar Bak og lend: 9,0 - Vöðvafyllt bak - Jöfn lend - Öflug lend Samræmi: 8,5 - Hlutfallarétt - Fótahátt Fótagerð: 7,5 - Þurrir fætur - Langar kjúkur - Svagar kjúkur Réttleiki: 8,0 Hófar: 8,0 Prúðleiki: 6,5 |
Hæfileikaeinkunn - 8,19
Tölt: 8,5 - Taktgott - Skrefmikið Brokk: - 8,0 - Svifmikið Skeið: 7,0 Stökk: 8,5 - Teygjugott - Hátt Vilji og geðslag: 8,5 - Reiðvilji - Þjálni Fegurð í reið: 8,5 - Mikil reising Fet: 8,5 - Taktgott - Skrefmikið Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5 |