Verona frá Árbæ
Verona er undan heiðursverðlaunahryssunni Vigdísi frá Feti og heiðursverðlaunahestinum Aroni frá Strandarhöfði.
Hún hefur gefið okkur nokkur góð afkvæmi og hæst ber að nefna þar gæðinginn Seðil frá Árbæ sem var hæst dæmdi stóðhesturinn á heimsvísu 2021 með 8,68 í aðaleinkunn þá aðeins 6 vetra gamall.
Það hafa fæðst undan henni 12 afkvæmi en því miður erum við búin að missa tvö þeirra. Fimm afkvæma hennar hafa hlotið fullnaðardóm og fjögur þeirra hafa hlotið fyrstu verðlaun.
Af afkvæmum hennar er Seðill frá Árbæ undan Sjóði frá Kirkjubæ eflaust þekktastur en hann hefur staðið sig vel á kynbótabrautinni og hlaut hvorki meira né minna en 8,75 í aðaleinkunn 7 vetra gamall. Hans fyrstu afkvæmi komu til tamningar haustið 2023 og er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt hjá honum sem kynbótahesti.
Verona hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi haustið 2023 og stóð efst yfir þær hryssur er hlutu þau það árið.
Hún hefur gefið okkur nokkur góð afkvæmi og hæst ber að nefna þar gæðinginn Seðil frá Árbæ sem var hæst dæmdi stóðhesturinn á heimsvísu 2021 með 8,68 í aðaleinkunn þá aðeins 6 vetra gamall.
Það hafa fæðst undan henni 12 afkvæmi en því miður erum við búin að missa tvö þeirra. Fimm afkvæma hennar hafa hlotið fullnaðardóm og fjögur þeirra hafa hlotið fyrstu verðlaun.
Af afkvæmum hennar er Seðill frá Árbæ undan Sjóði frá Kirkjubæ eflaust þekktastur en hann hefur staðið sig vel á kynbótabrautinni og hlaut hvorki meira né minna en 8,75 í aðaleinkunn 7 vetra gamall. Hans fyrstu afkvæmi komu til tamningar haustið 2023 og er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt hjá honum sem kynbótahesti.
Verona hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi haustið 2023 og stóð efst yfir þær hryssur er hlutu þau það árið.
IS2004286936, brún
F: Aron frá Strandarhöfði FF: Óður frá Brún FM: Yrsa frá Skjálg M: Vigdís frá Feti MF: Kraflar frá Miðsitju MM: Ásdís frá Neðra-Ási Aðaleinkunn kynbótamats 126 |
Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 2023
"Verona frá Árbæ gefur stór hross. Höfuðið er skarpt með vel opin augu en merarskál. Hálsinn er grannur með klipna kverk. Bakið er burðugt með öfluga lend og samræmið jafnvægisgott og hlutfallarétt. Fætur eru þurrir með mikil sinaskil en geta verið nágengir bæði að framan og aftan. Hófar eru úrvalsgóðir, efnisþykkir með hvelfdan botn en prúðleiki er ekki mikill. Töltið er skrefmikið, brokkið takthreint en getur verið ferðlítið. Skeiðið er öruggt og skrefmikið. Stökkið er mjúkt en getur verið sviflítið bæði á hægu og greiðu, fetið er takthreint en vantar stundum framtak. Veróna gefur myndarleg alhliðahross með fínlegan frampart og gott samræmi sem fara vel á gangi og eru þjál í reið. Veróna hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið."
|
Aðaleinkunn kynbótadóms 8,32
Sköpulagseinkunn - 8,38
Höfuð: 8,5 - Skarpt/þurrt - Bein neflína Háls/herðar/bógar: 9,0 - Langur - Grannur - Hátt settur - Klipin kverk Bak og lend: 8,5 - Jöfn lend - Góð baklína - Grunn lend Samræmi: 8,5 - Langvaxið - Fótahátt Fótagerð: 8,5 - Öflugar sinar Réttleiki: 7,0 - Framf.: Nágengir - Fléttar - Afturf.M Nágengi Hófar: 8,0 Prúðleiki: 7,0 |
Hæfileikaeinkunn - 8,28
Tölt: 8,5 - Skrefmikið Brokk: 8,0 Skeið: 8,0 - Skrefmikið Stökk: 8,0 Vilji og geðslag: 8,5 - Ásækni Fegurð í reið: 8,5 - Mikil reising - Góður höfuðb. Hægt tölt: 8,0 Hægt stökk: 8,5 |