Það er alltaf jafn gaman að sjá glæsilega hesta njóta sín í veðurblíðunni. Það er ekki hægt að segja annað en að Geisla og Ástu þyki gaman að sýna sig í sólinni á fallegum vetrardegi.
0 Comments
Það er gaman að segja frá því að Geisli frá Árbæ og Ásdís frá Árbæ voru hæst dæmdu kynbótahrossin í sínum flokkum hjá Hestamannafélaginu Geysi 2021. Geisli er 4 vetra stóðhestur sem var sýndur í vor á Hellu og hlaut hann þá 8,23 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,36 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika. Hann er undan Gleði frá Árbæ og Ölni frá Akranesi. Ásdís er 5 vetra hryssa sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn á miðsumarssýningunni á Hellu. Einkunnir hennar skiptast í 8,31 fyrir sköpulag og 8,23 fyrir hæfileika. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák. Þau voru bæði listilega sýnd af Árna Birni Pálssyni en það eru þau Ásta Björnsdóttir og Lárus Jóhann Guðmundsson sem eiga heiðurinn af þjálfun þeirra. Geisli er í okkar eigu en Ásdís er í eigu Volker Sill og óskum við honum til hamingju með þessa gæðingshryssu. Við erum ákaflega stolt af þessum bráðefnilegu hrossum og þakklát fyrir að fá þessa viðurkenningu fyrir okkar ræktun. ------------------ We are really proud to announce that Geisli frá Árbæ and Ásdís frá Árbæ are the highest judged breeding horses in their classes at our club Hestamannafélagið Geysir 2021.
Geisli is a 4 year old stallion who was shown last spring at FIZO in Hella and got a total score of 8,23, 8,36 for conformation and 8,13 for riding abilities. He is after Gleði frá Árbæ and Ölnir frá Akranesi. Ásdís is 5 years and got a total score of 8,26 at FIZO in Hella last summer. She got 8,31 for conformation and 8,23 for riding abilities. She is after the honorary prize mare Arndís frá Feti and Stekkur frá Skák. They were both shown at FIZO by Árni Björn Pálsson but their trainers are Ásta Björnsdóttir and Lárus Jóhann Guðmundsson. Geisli is owned by us but Ásdís is owned by Volker Sill and we would like to congratulate him with his grate mare. We are very proud of these two promising youngsters and it is a great honour to be recognised for our breeding. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |