Ásdís frá Árbæ var sýnd í kynbótadómi núna miðsumars á Hellu og hlaut hún glæsilegan dóm. En hún hlaut 8,31 fyrir sköpulag og 8,23 fyrir hæfileika sem gerir 8,26 í aðaleinkunn. Glæsilegar einkunnir á þessari bráðefnilegu 5 vetra hryssu. Ásdís er fædd okkur en við seldum hana s.l. vetur. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák. Eigandi Ásdísar er Volker Sill og óskum við honum innilega til hamingju með hana.
0 Comments
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |