Við búum við þau forréttindi að hafa fallegt útsýni allt í kringum okkur en Árbæjarfoss er eitt af því sem gleður augað út um stofugluggann hjá okkur. Við fengum ljósmyndarann Ligu Liepina til að koma og taka nokkrar myndir af Seðli við fossinn "okkar".
Útkoman var þessar fallegu myndir sem við erum í skýjunum með. Takk elsku Liga og hlökkum til að vinna meira með þér í framtíðinni. ------ We have the privilege of having beautiful views all around us and Árbæjarfoss is a part of the beautiful view we have. We asked the equine photographer Liga Liepina to come to us and take few pictures of Seðill by "our" waterfall. The result was these beautiful photos that we are over the moon with. Thank you our dearest Liga and we are looking forward to working with you in the future.
0 Comments
![]() Rakel frá Árbæ eignaðist bleikblesóttan hest nú á dögunum undan Seðli. Rakel er undan heiðursverðlaunahestinum Keili frá Miðsitju og Rák frá Bjarnastöðum og er því alsystir gæðingsins Keilu frá Bjarnastöðum. This Red dun with a blaze boy came into the world few days ago. He is after Seðill frá Árbæ and Rake frá Árbæ. Rakel is after the honorary prize stallion Keilir frá Miðstiju and Rák frá Bjarnastöðum and is therefor a full sister to Keila frá Bjarnastaðir. ![]() Seðill frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í síðustu viku og hlaut þar glæsilegan dóm. Hann hlaut hvorki meira né minna en 8,44 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Frábær dómur á þessum unga og bráðefnilega fola í sínum fyrsta fullnaðardómi og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur. Seðill er undan Veronu frá Árbæ sem hlaut á sínum tíma 8,32 í aðaleinkunn (8,38 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir hæfileika). Verona er undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti. Seðill er þriðja afkvæmi hennar til að koma fram í dóm en áður hafa þær Díva (ae. 8,17) og Þórdís (ae. 7,95) farið í dóm. Faðir Seðils er Sjóður frá Kirkjubæ sem hlaut 8,70 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Seðill er einn hæst dæmdi sonur föður síns og með hæstu sköpulagseinkunn afkvæma hans. Seðill var sýndur glæsilega í kynbótadómi af Árna Birni Pálssyni en það er Lárus Jóhann Guðmundsson sem hefur séð um tamningu og þjálfun á honum frá upphafi og færum við þeim báðum þökk fyrir. Seðill sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir hann 75.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 899 5692, Maríönnu í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
April 2023
Categories |