ÁRBÆR HROSSARÆKT
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures

Vorboðinn ljúfi

4/26/2021

0 Comments

 
Picture
Það var vel við hæfi að byrja þessa viku á fyrsta folaldi sumarsins. En í kvöld fæddist okkur hestur undan Keilu frá Árbæ og Draupni frá Stuðlum.

Keila móðir hans er fædd 2010 og er undan heiðursverðlaunahrossunum Arndísi frá Feti og Keili frá Miðsitju. En Keilir er einstakur gullmoli sem var í okkar eigu og hlaut hann Sleipnisbikarinn fræga á Landsmótinu 2006. Hún er hæst dæmda afkvæmi móður sinnar með 8,29 í aðaleinkunn í kynbótadómi. 8,31 fyrir sköpulag og 8,27 fyrir hæfileika.

​-------

The best way to start a new week is to see a foal take it's first step into the world. Tonight Keila frá Árbæ gave birth to a beautiful stallion after Draupnir frá Stuðlum. He is our first foal this summer and we can't wait to get more.

Keila is born in 2010 and is after the honorary prize horses Arndís frá Feti and Keilir frá Miðsitju. Keilir is a gem that was owned by us for many years and got the Sleipnir trophy for his offspring at Landsmót 2006. Keila has a total score of 8,29, 8,31 for conformation and 8,27 for riding abilities.


0 Comments

Seðill í girðingu í árbæ í sumar

4/18/2021

0 Comments

 
PictureSeðill við Árbæjarfoss - Ljósm. Liga Liepina
Seðill frá Árbæ mun taka á móti hryssum í Árbæ sumarið 2021. Seðill fór í kynbótadóm 2020 og hlaut þá 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika sem gerir 8,44 í aðaleinkunn. Hann er með 125 stig í aðaleinkunn kynbótamats (BLUP).

Seðill er áhugaverður hestur sem vakti mikla athygli þegar hann kom fram á Landssýningu kynbótahrossa. "Hann gerir mikið úr sér í reið með 9,0 fyrir háls og herðar og nýtir það vel í reið. Hann er jafnvígur og afar efnilegur alhliðahestur." Eins og Þorvaldur Kristjánsson orðaði það í kynningunni á honum þar.

Lárus sem á heiðurinn að tamningu og þjálfun á Seðli lýsir honum svo "Seðill býr yfir virkilega spennandi eiginleikum, fasmikill alhliða gæðingur, jafnvígur á öllum gangi, einstaklega samstarfsfús hestur með þjála lund."

Foreldrar Seðils eru þau Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70 sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi og Verona frá Árbæ, ae. 8,32, sem eru undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti.

Nokkur afkvæmi fæddust undan Seðli s.l. sumar og eru þau öll mjög lofandi með glæsilegan frampart eins og pabbi sinn og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Verðið undir hann er 80.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar.
​

Allar nánari upplýsingar um notkun og pantanir veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.



​afkvæmi seðils fædd 2020

0 Comments

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    April 2023
    March 2023
    November 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    February 2022
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures