Frændurnir Seðill frá Árbæ og Geisli frá Árbæ taka á móti hryssum í Árbæ í sumar. Þeir eru ekki bara gullfallegir báðir tveir heldur eru þeir með frábært geðslag sem skilar sér m.a. í mikilli jákvæðni og eru þeir alltaf tilbúnir að vinna fyrir knapann. Þeir fóru báðir í kynbótadóm á Hellu í síðustu viku og stóðu sig frábærlega. Seðill sem er 6 vetra hækkaði einkunn sína frá því í fyrra í 8,79 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika sem gerir 8,68 í aðaleinkunn og er hann hæst dæmdi 6 vetra hesturinn það sem af er þessu ári á heimsvísu. Geisli sem er 4 vetra var að þreyta frumraun sína í kynbótabrautinni og stóð sig með prýði en hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn. Nánari upplýsingar um Seðil má sjá hér og nánari upplýsingar um Geisla má sjá hér.
Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
0 Comments
Seðill frá Árbæ fór í dóm nú í vikunni á Hellu eins og Geisli frændi hans. Hann hækkaði einkunnir sínar frá í fyrra og hlaut nú fyrir sköpulag 8,79, fyrir hæfileika 8,62 og gerir það 8,68 í aðaleinkunn og er hann að svo stöddu hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn á þessu ári á heimsvísu. Frábær árangur þar hjá þessum einstaka höfðingja. Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og í fyrra en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum. Seðill sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir.hann er 99.200 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
Geisli frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í þessari viku. Það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi staðið sig frábærlega. Hann flaug beint í fyrstu verðlaun en hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag, 8,15 fyrir hæfileika og 8,23 í aðaleinkunn. Geisli er fyrsta afkvæmi Gleði frá Árbæ en hún hlaut 8,23 í aðaleinkunn í kynbótadómi sjálf og er hún undan Vökli frá Árbæ sem var undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði og móðir hans Glás frá Votmúla sem var undan Garúnu frá Stóra-Hofi og fyrrverandi heimsmeistaranum í fimmgangi Baldri frá Bakka. Faðir hans er Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé frábær dómur á þennan unga og efnilega stóðhest. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann lista vel í dómi en þau Lárus og Ásta eiga heiðurinn að tamningu og þjálfun á honum og færum við þeim öllum þökk fyrir. Geisli sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir hann 50.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 899 5692, Maríönnu í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |