Drift frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í nú í júní og hlaut hún glæsilegan dóm. En hún hlaut 8,38 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn. Hún hlaut m.a. 9,0 fyrir tölt og hægt stökk. Drift er 5 vetra gömul undan Katli frá Kvistum og Veronu frá Árbæ og er því sammæðra Seðli. Hún er fjórða afkvæmi Veronu til að fara í kynbótadóm og það þriðja sem fer í fyrstu verðlaun. En Seðill er með 8,75 í aðaleinkunn, Díva 8,29 og Þórdís 7,95. Drift er tamin og þjálfuð af þeim Lárusi og Ástu og meistaralega sýnd af Árna Birni og fáum við þeim þakkir fyrir. Drift er nú komin út í haga og ef allt gengur upp fæðist folald undan henni og Hannibal frá Þúfum næsta sumar. Aðaleinkunn kynbótadóms 8,23
0 Comments
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |