Veronusonurinn Auga-Steinn frá Árbæ var sýndur í kynbótadómi á Hellu nú í vikunni og hlaut glæsilegan dóm. En hann hlaut 8,21 fyrir sköpulag og 8,30 fyrir hæfileika sem gerir 8,27 í aðaleinkunn. Auga-Steinn er 6 vetra gamall undan þeim Thór-Steini frá Kjartansstöðum og Veronu frá Árbæ. Hann er fimmta afkvæmi Veronu til að hljóta fullnaðardóm og það fjórða til að fara í fyrstu verðlaun. Með þessu uppfyllir Verona nú allar kröfur sem eru gerðar til að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sem gerir þennan dóm hans enn sætari og verður gaman að sjá þegar kynbótamatið verður reiknað í haust hvar hún endar í röðinni. En við erum ákaflega stolt af henni og afkvæmum hennar. Það var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sem sýndi hann með glæsibrag en hann hefur verið hjá henni frá í byrjun júní en þjálfun hans fram að því hefur verið í höndum góðra vina okkar og meðeiganda í honum þeirra Eddu Rún og Sigga Matt ásamt þeirra fólki. Aðaleinkunn kynbótadóms 8,27
0 Comments
Hinn 6 vetra gamli Geisli frá Árbæ verður fulltrúi Íslands í flokki 6 vetra stóðhesta á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot, Hollandi, nú í ágúst. Geisli er með 8,49 í aðaleinkunn í kynbótadómi og er undan þeim Ölni frá Akranesi (ae. 8,82) og Gleði frá Árbæ (ae. 8,23). Faðir Gleði er Vökull frá Árbæ, sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Árbæ, og móðir hennar er Glás frá Votmúla sem var undan Baldri frá Bakka og Garúnu frá Stóra-Hofi. Knapi á honum eins og áður verður Árni Björn Pálsson. VIð erum ákaflega stolt af þessum gullmola og hlakkar okkur til að fylgja þeim félögum eftir til Hollands í þessu næsta verkefni þeirra. Geisli er kominn með frábært heimili og verður gaman að fylgjast með honum á nýjum vettvangi. --------------- The 6 year old Geisli frá Árbæ will be representing Iceland in the group of 6 year old stallions at the World Championship in Oirschot next August. Geisli has a total score of 8,49. His parents are Ölnir frá Akranesi and Gleði frá Árbæ.. Gleði's father is Vökull frá Árbæ who is after the honorary prize horses Aron frá Strandarhöfði and Vigdís frá Feti and Gleði's mother is Glás frá Votmúla which was after Baldur frá Bakka and Garún frá Stóra-Hofi. His rider as before will be Árni Björn Pálsson. We are extremely proud of this unique horse and we can't wait to follow the to their new project in the Netherlands. Geisli is owned by us at the moment but as can be understood he is now looking for a new home abroad. Aðaleinkunn kynbótadóms 8,49
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |