ÁRBÆR HROSSARÆKT
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Seðill frá Árbæ >
      • Afkvæmi Seðils
  • News
  • Pictures

Gull á heimsmeistaramóti

8/15/2023

0 Comments

 
Picture
Þá er heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot, Hollandi, lokið og gullmolinn hann Geisli frá Árbæ stóð sig heldur betur vel þegar hann nældi sér í gull í flokki 6 vetra stóðhesta. 

Hann sýndi sig frábærlega bæði í forsýningu og yfirliti og að yfirliti loknu var aðaleinkunn hans komin í 8,60 sem skiptist í 8,76 fyrir sköpulag og 8,52 fyrir hæfileika. 

Það er ekki hægt að segja annað en að við séum að springa úr stolti yfir þessum mikla gæðingi. Hann sýndi sig mjög vel og vakti verðskuldaða athygli. Það var snillingurinn hann Árni Björn Pálsson sem sá um að sýna hann og hugsaði um hann úti fyrir okkur en hér heima hafa þau Lárus og Ásta borið hitann og þungann af þjálfun hans og erum við þessu magnaða þríeyki ákaflega þakklát fyrir þeirra frammistöðu.

Nú taka við ný verkefni hjá honum á meginlandinu og verður gaman að fylgjast með honum í þeim af hliðarlínunni.
​

Aðaleinkunn kynbótadóms

Sköpulagseinkunn - 8,76
Höfuð: 8,0 - Vel opin augu - Djúpir kjálkar
Háls, herðar og bógar: 9,0 - Hátt settur - Klipin kverk - Góð yfirlína - Skásettir bógar
Bak og lend: 9,5 - Afar góð baklína - Vöðvafyllt bak - Breitt bak - Öflug lend - Jöfn lend - Löng lend
Samræmi: 9,0 - Jafnvægisgott - Afar fótahátt - Léttbyggt - Sívalvaxið - Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,5 - Sverir liðir - Sinaskil í meðallagi - Þurrir fætur - Öflugar sinar
Réttleiki: 7,5 - Framf.: R) Brotin tálína - Afturf.: R) Brotin tálíng
Hófar: 8,5 - Hvelfdur botn - Samhverfir
Hæfileikaeinkunn - 8,52
Tölt: 8,5 - Mjúkt - Rúmt - Takthreint
Brokk: 8,0 - Takthreint
Skeið: 9,0 - Rúmt - Góð skreflengd - Sterk yfirlína - Taktgott
Greitt stökk: 8,5 - Góð skreflengd
Hægt stökk: 8,5 - Hvefld yfirlína - Takthreint - Jafnvægisgott
Samstarfsvilji: 9,0 - Góð framhugsun - Þjálni
Fegurð í reið: 8,5 - Góður höfuðburður
Fet: 8,0 - Takthreint 

​Hægt tölt: 8,0
0 Comments

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    July 2024
    June 2024
    December 2023
    November 2023
    August 2023
    July 2023
    June 2023
    April 2023
    March 2023
    November 2022
    July 2022
    June 2022
    May 2022
    February 2022
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Seðill frá Árbæ >
      • Afkvæmi Seðils
  • News
  • Pictures