Seðill og Geisli frá Árbæ eru spennandi kostur fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund. Seðill og Geisli verða á húsi og í girðingu hjá okkur í Árbæ sumarið 2023. Verðið undir þá er 150.000 m/vsk. Inn í verðinu er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
0 Comments
Það er alltaf merki um að vorið sé að koma þegar fyrsta folald ársins fæðis en það fæddist einmitt í morgun. Brún hryssa undan þeim Hilmu frá Árbæ og Seðli frá Árbæ.
Hilma móður hennar hlaut 8,04 í aðaleinkunn þegar hún fór í dóm og er hún undan Loka frá Selfossi og Hrefnu frá Árbæ. Seðill hlaut 8,75 í aðaleinkunn í kynbótadómi í fyrra og er undan þeim Veronu frá Árbæ og Sjóði frá Kirkjubæ. Þetta er annað afkvæmi Hilmu og Seðils en í fyrra fæddist þeim gullfallegur hestur, Hrókur frá Árbæ. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |