ÁRBÆR HROSSARÆKT
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures

Geisli og Ásta í stuði

2/15/2022

0 Comments

 
Það er alltaf jafn gaman að sjá glæsilega hesta njóta sín í veðurblíðunni. Það er ekki hægt að segja annað en að Geisla og Ástu þyki gaman að sýna sig í sólinni á fallegum vetrardegi.
0 Comments

Geisli og Ásdís hæst í sínum flokkum hjá Geysi

2/1/2022

0 Comments

 
Það er gaman að segja frá því að Geisli frá Árbæ og Ásdís frá Árbæ voru hæst dæmdu kynbótahrossin í sínum flokkum hjá Hestamannafélaginu Geysi 2021.

​Geisli er 4 vetra stóðhestur sem var sýndur í vor á Hellu og hlaut hann þá 8,23 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,36 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika. Hann er undan Gleði frá Árbæ og Ölni frá Akranesi.

Ásdís er 5 vetra hryssa sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn á miðsumarssýningunni á Hellu. Einkunnir hennar skiptast í 8,31 fyrir sköpulag og 8,23 fyrir hæfileika. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák.

Þau voru bæði listilega sýnd af Árna Birni Pálssyni en það eru þau Ásta Björnsdóttir og Lárus Jóhann Guðmundsson sem eiga heiðurinn af þjálfun þeirra. Geisli er í okkar eigu en Ásdís er í eigu Volker Sill og óskum við honum til hamingju með þessa gæðingshryssu.

Við erum ákaflega stolt af þessum bráðefnilegu hrossum og þakklát fyrir að fá þessa viðurkenningu fyrir okkar ræktun.
​
------------------​
We are really proud to announce that Geisli frá Árbæ and Ásdís frá Árbæ are the highest judged breeding horses in their classes at our club Hestamannafélagið Geysir 2021.

Geisli is a 4 year old stallion who was shown last spring at FIZO in Hella and got a total score of 8,23, 8,36 for conformation and 8,13 for riding abilities. He is after Gleði frá Árbæ and Ölnir frá Akranesi.

Ásdís is 5 years and got a total score of 8,26 at FIZO in Hella last summer. She got 8,31 for conformation and 8,23 for riding abilities. She is after the honorary prize mare Arndís frá Feti and Stekkur frá Skák.

They were both shown at FIZO by Árni Björn Pálsson but their trainers are Ásta Björnsdóttir and Lárus Jóhann Guðmundsson. Geisli is owned by us but Ásdís is owned by Volker Sill and we would like to congratulate him with his grate mare.

​We are very proud of these two promising youngsters and it is a great honour to be recognised for our breeding.
​
0 Comments

Hæst dæmdi stóðhestur ársins

10/30/2021

0 Comments

 
Picture
Þegar. öllum kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að fara yfir árangur ársins. Hæst ber að nefna að hestagullið hann Seðill frá Árbæ er hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn í ár og ekki nóg með það heldur er hann jafnframt hæst dæmdi stóðhestur ársins þegar horft er á alla aldursflokka á heimsvísu. Hann er undan Veronu frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði. Faðir Seðils er Sjóður frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi.

Geisli frá Árbæ er bráðefnilegur 4 vetra stóðhestur í okkar eigu sem er 5 hæst dæmdi stóðhestur ársins í sínum flokki hér á landi með 8,23 í aðaleinkunn. Hann er undan Gleði frá Árbæ sem er undan Glás frá Votmúla og Vökli frá Árbæ. En Vökull er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Árbæ og Aroni frá Strandarhöfði og er því albróðir Veronu móður Seðils. Faðir Geisla er Ölnir frá Akranesi.

Ásdís frá Árbæ er bráðefnileg 5 vetra hryssa sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn nú í sumar. Hún er undan heiðrsverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti. En Arndís er sammæðra þeim Veronu og Vökli, undan heiðursverðlaunahryssunni Vigdísi frá Feti. Faðir Ásdísar er Sökkull frá Skák.

Einnig með 8,68 í aðaleinkunn en brotabrotum lægri en Seðill er hinn 9 vetra gamli gæðingur Glampi frá Kjarrhólum og er gaman að segja frá því að Glampi er undan hryssu úr okkar ræktun henni Gígju frá Árbæ sem er undan Glás frá Votmúla og Galsa frá Sauðárkróki.

Annar hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn hér á landi í ár, Gandi frá Rauðalæk, sem hlaut 8,57 í aðaleinkunn er líka með Árbæjarblóð í æðum sér en móðir hans er Garún frá Árbæ sem stóð efst í 6 vetra flokki á Heimsmeistaramótinu 2015 í Herning. Hún er  undan Glás frá Votmúla eins og Gleði og Gígja en faðir hennar er Aron frá Strandarhöfði.

Við óskum eigendum Glampa, Ganda og Ásdísar innilega til hamingju með þessi glæsihross og þeirra árangur.

​Einnig viljum við þakka þjálfara- og sýnendateyminu okkar þeim Ástu, Lárusi og Árna Birni fyrir að ná alltaf því besta fram í drengjunum okkar.

0 Comments

Góð fyljun hjá Seðli

8/7/2021

0 Comments

 
PictureSeðill og Árni Björn í dóm á Hellu 2021
Það sem af er sumri er mjög góð fyljun hjá Seðli en sónað var frá honum nú í vikunni og nýjum hryssum bætt í hólfið hjá honum. Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að bæta inn á hann hryssum eftir því sem við á.
​
Seðill er hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn á heimsvísu það sem af er árinu. Hann hlaut 8,68 í aðaleinkunn í vor sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika. Hann er með 9,0 í einkunn fyrir háls herðar og bóga, bak og lend, samræmi, hófa, greitt stökk, samstarfsvilja og fet. Hann er með 125 í aðaleinkunn kynbótamats.. 

Móðir hans er Verona frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði og farðir hans er Sjóður frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi og er undan Þyrnirós frá Kirkjubæ og heiðursverðlaunahestinum Sæ frá Bakkakoti.

Seðill er spennandi kostur fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund. Hér má sjá myndband af honum frá því á kynbótasýningunni í vor.

Verðið undir.hann er 99.200 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.

Aðaleinkunn kynbótadóms 8,68

Sköpulagseinkunn - 8,79
Höfuð: 8,5 - vel borin eyru - Bein neflína
Háls, herðar og bógar: 9,0 - Langur - Hvelfdur - Afar háar herðar
Bak og lend: 9,0 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak - Breitt bak - Jöfn lend
Samræmi: 9,0 - Framhátt - Fótahátt - Sívalvaxið - Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,5 - Þurrir fætur - Öflugar sinar
Réttleiki: 8,0
Hófar: 9,0 - Hvelfdur botn - Efnisþykkir - Vel lagaðir
​Prúðleiki: 7,5
Hæfileikaeinkunn - 8,62
Tölt: 8,5 - Góð fótlyfta - Takthreint
Brokk: 8,5 - Há fótlyfta - Svifgott - Takthreint
Skeið: 8,5 - Rúmt - Góð fótahreyfing - Taktgott
Greitt stökk: 9,0 -  Léttar hreyfingar - Há fótlyfta - Góð skreflengd - Svifgott - Ferðmikið
Hægt stökk: 8,5 - Há fótlyfta - Takthreint
Samstarfsvilji: 9,0 - Góð framhugsun - Yfirvegun
Fegurð í reið: 8,5 - Há fótlyfta - Góð reising - Góður höfuðburður
​Fet: 9,0 -  Mjúkt - Góð skreflengd - Takhreint
​Hægt tölt: 8,5 - Há fótlyfta

0 Comments

Ásdís frá Árbæ í glæsilegan dóm

7/26/2021

0 Comments

 
PictureÁsdís og Árni Björn á Miðsumarsýningunni
Ásdís frá Árbæ var sýnd í kynbótadómi núna miðsumars á Hellu og hlaut hún glæsilegan dóm. En hún hlaut 8,31 fyrir sköpulag og 8,23 fyrir hæfileika sem gerir 8,26 í aðaleinkunn. Glæsilegar einkunnir á þessari bráðefnilegu 5 vetra hryssu.

Ásdís er fædd okkur en við seldum hana s.l. vetur. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák. 

Eigandi Ásdísar er Volker Sill og óskum við honum innilega til hamingju með hana.

0 Comments

Seðill og Geisli taka á móti hryssum í Árbæ

6/14/2021

0 Comments

 
Picture
Frændurnir Seðill frá Árbæ og Geisli frá Árbæ taka á móti hryssum í Árbæ í sumar. Þeir eru ekki bara gullfallegir báðir tveir heldur eru þeir með frábært geðslag sem skilar sér m.a. í mikilli jákvæðni og eru þeir alltaf tilbúnir að vinna fyrir knapann.

Þeir fóru báðir í kynbótadóm á Hellu í síðustu viku og stóðu sig frábærlega.
​Seðill sem er 6 vetra hækkaði einkunn sína frá því í fyrra í 8,79 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika sem gerir 8,68 í aðaleinkunn og er hann hæst dæmdi 6 vetra hesturinn það sem af er þessu ári á heimsvísu.
Geisli sem er 4 vetra var að þreyta frumraun sína í kynbótabrautinni og stóð sig með prýði en hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn.

Nánari upplýsingar um Seðil má sjá hér og nánari upplýsingar um Geisla má sjá hér.

  • Verðið á folatollinum undir Seðil er 99.200 m/vsk og inn í því er girðingargjald og 1 sónar.
  • Verðið á folatollinum undir Geisla er 62.000 m/vsk og inn í því er girðingargjald og 1 sónar.

Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is. 
​

0 Comments

Seðill hækkar sig

6/12/2021

0 Comments

 
Picture
Seðill frá Árbæ fór í dóm nú í vikunni á Hellu eins og Geisli frændi hans. Hann hækkaði einkunnir sínar frá í fyrra og hlaut nú fyrir sköpulag 8,79, fyrir hæfileika 8,62 og gerir það 8,68 í aðaleinkunn og er hann að svo stöddu hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn á þessu ári á heimsvísu. Frábær árangur þar hjá þessum einstaka höfðingja.

Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og í fyrra en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum.

​​Seðill sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir.hann er 99.200 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is. 

Sköpulagseinkunn - 8,79
Höfuð: 8,5 - vel borin eyru - Bein neflína
Háls, herðar og bógar: 9,0 - Langur - Hvelfdur - Afar háar herðar
Bak og lend: 9,0 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak - Breitt bak - Jöfn lend
Samræmi: 9,0 - Framhátt - Fótahátt - Sívalvaxið - Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,5 - Þurrir fætur - Öflugar sinar
Réttleiki: 8,0
Hófar: 9,0 - Hvelfdur botn - Efnisþykkir - Vel lagaðir
​Prúðleiki: 7,5
Hæfileikaeinkunn - 8,62
Tölt: 8,5 - Góð fótlyfta - Takthreint
Brokk: 8,5 - Há fótlyfta - Svifgott - Takthreint
Skeið: 8,5 - Rúmt - Góð fótahreyfing - Taktgott
Greitt stökk: 9,0 -  Léttar hreyfingar - Há fótlyfta - Góð skreflengd - Svifgott - Ferðmikið
Hægt stökk: 8,5 - Há fótlyfta - Takthreint
Samstarfsvilji: 9,0 - Góð framhugsun - Yfirvegun
Fegurð í reið: 8,5 - Há fótlyfta - Góð reising - Góður höfuðburður
​Fet: 9,0 -  Mjúkt - Góð skreflengd - Takhreint
​Hægt tölt: 8,5 - Há fótlyfta
0 Comments

Geisli í fyrstu verðlaun

6/11/2021

0 Comments

 
Picture
Geisli frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í þessari viku. Það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi staðið sig frábærlega. Hann flaug beint í fyrstu verðlaun en hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag, 8,15 fyrir hæfileika og 8,23 í aðaleinkunn.

Geisli er fyrsta afkvæmi Gleði frá Árbæ en hún hlaut 8,23 í aðaleinkunn í kynbótadómi sjálf og er hún undan Vökli frá Árbæ sem var undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði og móðir hans Glás frá Votmúla sem var undan Garúnu frá Stóra-Hofi og fyrrverandi heimsmeistaranum í fimmgangi Baldri frá Bakka. Faðir hans er Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn í kynbótadómi.

Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé frábær dómur á þennan unga og efnilega stóðhest. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann lista vel í dómi en þau Lárus og Ásta eiga heiðurinn að tamningu og þjálfun á honum og færum við þeim öllum þökk fyrir.

Geisli sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir hann 50.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 899 5692, Maríönnu í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.

Sköpulagseinkunn - 8,36
Höfuð: 7,5 - Vel opin augu - Djúpir kjálkar
Háls, herðar og bógar: 8,5 - Hátt settur - Skásettir bógar
Bak og lend: 9,0 - Góð baklína - Afar breitt bak - Afar öflug lend
Samræmi: 8,5 - Fótahátt - Hlutfallarétt
Fótagerð: 8,0 - Sverir liðir - Sinaskil í meðallagi - Þurrir fætur
Réttleiki: 7,5 - Útskeifur
Hófar: 8,5 - Hvelfdur botn
​Prúðleiki: 7,5
Hæfileikaeinkunn - 8,15
Tölt: 8,0 - Meðalmýkt - Góð fótlyfta- Góð skreflengd - Takthreint
Brokk: 8,0 - Góð skreflengd - Takthreint
Skeið: 8,0 - Góð skreflengd
Greitt stökk: 8,5 - Góð skreflengd - Rúmt
Hægt stökk: 8,5 - Góð skreflengd - Hvelfd yfirlína - Takthreint
Samstarfsvilji: 8,5 - Góð framhugsun - Yfirvegun
Fegurð í reið: 8,0 - Há fótlyfta
​Fet: 8,5 -  Góð skreflengd - Takhreint
​Hægt tölt: 7,5
0 Comments

Vorboðinn ljúfi

4/26/2021

0 Comments

 
Picture
Það var vel við hæfi að byrja þessa viku á fyrsta folaldi sumarsins. En í kvöld fæddist okkur hestur undan Keilu frá Árbæ og Draupni frá Stuðlum.

Keila móðir hans er fædd 2010 og er undan heiðursverðlaunahrossunum Arndísi frá Feti og Keili frá Miðsitju. En Keilir er einstakur gullmoli sem var í okkar eigu og hlaut hann Sleipnisbikarinn fræga á Landsmótinu 2006. Hún er hæst dæmda afkvæmi móður sinnar með 8,29 í aðaleinkunn í kynbótadómi. 8,31 fyrir sköpulag og 8,27 fyrir hæfileika.

​-------

The best way to start a new week is to see a foal take it's first step into the world. Tonight Keila frá Árbæ gave birth to a beautiful stallion after Draupnir frá Stuðlum. He is our first foal this summer and we can't wait to get more.

Keila is born in 2010 and is after the honorary prize horses Arndís frá Feti and Keilir frá Miðsitju. Keilir is a gem that was owned by us for many years and got the Sleipnir trophy for his offspring at Landsmót 2006. Keila has a total score of 8,29, 8,31 for conformation and 8,27 for riding abilities.


0 Comments

Seðill í girðingu í árbæ í sumar

4/18/2021

0 Comments

 
PictureSeðill við Árbæjarfoss - Ljósm. Liga Liepina
Seðill frá Árbæ mun taka á móti hryssum í Árbæ sumarið 2021. Seðill fór í kynbótadóm 2020 og hlaut þá 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika sem gerir 8,44 í aðaleinkunn. Hann er með 125 stig í aðaleinkunn kynbótamats (BLUP).

Seðill er áhugaverður hestur sem vakti mikla athygli þegar hann kom fram á Landssýningu kynbótahrossa. "Hann gerir mikið úr sér í reið með 9,0 fyrir háls og herðar og nýtir það vel í reið. Hann er jafnvígur og afar efnilegur alhliðahestur." Eins og Þorvaldur Kristjánsson orðaði það í kynningunni á honum þar.

Lárus sem á heiðurinn að tamningu og þjálfun á Seðli lýsir honum svo "Seðill býr yfir virkilega spennandi eiginleikum, fasmikill alhliða gæðingur, jafnvígur á öllum gangi, einstaklega samstarfsfús hestur með þjála lund."

Foreldrar Seðils eru þau Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70 sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi og Verona frá Árbæ, ae. 8,32, sem eru undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti.

Nokkur afkvæmi fæddust undan Seðli s.l. sumar og eru þau öll mjög lofandi með glæsilegan frampart eins og pabbi sinn og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Verðið undir hann er 80.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar.
​

Allar nánari upplýsingar um notkun og pantanir veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.



​afkvæmi seðils fædd 2020

0 Comments
<<Previous

    Author

    Write something about yourself. No need to be fancy, just an overview.

    Archives

    February 2022
    October 2021
    August 2021
    July 2021
    June 2021
    April 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020

    Categories

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Home
  • Breeding
    • Breeding mares
    • Fallen queens
  • Stallions
    • Geisli frá Árbæ
    • Seðill frá Árbæ
  • News
  • Pictures