![]() Seðill og Geisli frá Árbæ eru spennandi kostur fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund. Seðill og Geisli verða á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2023. Verðið undir þá er 150.000 m/vsk. Inn í verðinu er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
0 Comments
Það er alltaf merki um að vorið sé að koma þegar fyrsta folald ársins fæðis en það fæddist einmitt í morgun. Brún hryssa undan þeim Hilmu frá Árbæ og Seðli frá Árbæ.
Hilma móður hennar hlaut 8,04 í aðaleinkunn þegar hún fór í dóm og er hún undan Loka frá Selfossi og Hrefnu frá Árbæ. Seðill hlaut 8,75 í aðaleinkunn í kynbótadómi í fyrra og er undan þeim Veronu frá Árbæ og Sjóði frá Kirkjubæ. Þetta er annað afkvæmi Hilmu og Seðils en í fyrra fæddist þeim gullfallegur hestur, Hrókur frá Árbæ. Seðill hlaut viðurkenningu sem sem hæst dæmdi 6v stóðhesturinn, ræktaður af Fáksfélaga, árið 2021 með 8,68 í aðaleinkunn ásamt því að vera hæst dæmda kynbótahrossið ræktað af og í eigu Fáksfélaga 2021.
Hann var einnig heiðraður sem hæst dæmdi stóðhesturinn í flokki stóðhesta 7v og eldri árið 2022 með einkunnina 8,75 ásamt því að vera hæst dæmda kynbótahrossið ræktað af og í eigu Fáksfélaga 2022. Erum óendanlega stolt af þessum einstaka gæðingi sem hefur nú lagt kynbótaskóna á hilluna og undirbýr sig nú í rólegheitunum fyrir verkefni framtíðarinnar. Takk elsku Lárus og Ásta fyrir allan ykkar þátt í þessu og að hafa hugsað um hann eins og ykkar frá upphafi og takk Árni Björn fyrir að sýna hann með glæsibrag í kynbótadómi Seðill frá Árbæ, f.ár 2015 F: Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70 M: Verona frá Árbæ, ae. 8,32 Aðaleinkunn kynbótamats 130 ![]() Um liðna helgi vorum við heiðruð fyrir Geisla frá Árbæ og Ásdísi frá Árbæ á uppskeruhátíð hestamannafélagsins Geysis. En þau voru hæst dæmdu kynbótahrossin í sínum flokkum ræktuð af félagsmönnum. Hann með 8,46 í aðaleinkunn sem 5 vetra stóðhestur og hún með 8,42 í aðaleinkunn sem 6 vetra hryssa. Geisli er í okkar eigu og var sýndur af Árna Birni Pálssyni en Ásdís er í eigu Volker Sill og sýnandi hennar var Jakob Svavar Sigurðsson og óskum við þeim til hamingju með glæsilega sýningu á henni. -------- Last weekend we were awarded for breeding Geisli frá Árbæ and Ásdís frá Árbæ at our club Hestamannafélagið Geysir. They were the highest judged horses in their groups in FIZO, he as a 5 year old stallion with a total score of 8,46 and she as a 6 year old mare with a total score of 8,42. Geisli is owned by us and was shown by Árni Björn Pálsson but Ásdís is owned by Volker Sill and shown by Jakob Svavar Sigurðsson and we would like to congratulate them. ![]() Þeir frændur Seðill og Geisli stóðu sig glæsilega á Landsmóti hestamanna sem fram fór á Hellu fyrr í þessum mánuði. Geisli frá Árbæ hafnaði í 2 sæti í flokki 5 vetra stóðhesta með 8,46 í aðaleinkunn. Seðill hafnaði í 5 sæti í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri með 8,58 í aðaleinkunn. ![]() Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn til okkar sunnudaginn 10. júlí frá klukkan 11:00 - 16:00. Hrossaræktarbúið Árbæ er staðsett í Rangárþingi Ytra, um 6 km frá mótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, Hellu. Okkur hafa fæðst um 40 fyrstu verðlauna hross frá því við hófum okkar ræktun. Seðill frá Árbæ er hæst dæmdi stóðhesturinn úr okkar ræktun með 8,75 í aðaleinkunn og heimsmeistarinn Garún frá Árbæ er hæst dæmda hryssan með 8,62 í aðaleinkunn. Léttar veitingar verða í boði og verða stóðhestarnir Seðill og Geisli á húsi ásamt efnilegu ungviði, mæðrum sínum og fleiri gæðingum úr okkar ræktun. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :) -------- We would like to welcome you to open house at Árbær on Sunday July 10th, between 11:00 - 16:00. Árbær is located in Rangárþing Ytra, about 6 km from the competition area at Gaddstaðaflatir in Hella. We have bred about 40 first prize horses since we started our breeding. The highest judged stallion is Seðill frá Árbæ with a total score of 8,75 and the world champion Garún frá Árbæ is the highest judged mare with a total score of 8,62. We would like to invite you to come and have coffee with us and meet Geisli, Seðill, their moms, some promising youngsters and more of our horses. Looking forward to seeing you next Sunday :) Frændurnir Seðill og Geisli frá Árbæ taka á móti hryssum í Árbæ, Rangárþingi Ytra, í sumar. Þeir verða í húsnotkun fram yfir Landsmót og verður þeim sleppt út í hryssur í kringum 10. júlí. Geisli og Seðill eru spennandi kostir fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund.
Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692 og Lárus í síma 661 2145 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is.
Þau þrjú hross úr okkar ræktun sem voru sýnd í fullnaðardóm í vor hafa öll tryggt sér þátttökurétt í kynbótahlutanum á Landsmótinu á Hellu nú í júlí. En það eru þau Seðill, Ásdís og Geisli. Seðill og Geisli eru í okkar eigu en það er Volker Sill sem á Ásdísi. Þau verða glæsilegir fulltrúar okkar ræktunar á mótinu og erum við full tilhlökkunar að fylgjast með þeim þar. ![]() Hin 6 vetra Ásdís frá Árbæ fór í glæsilegan dóm í síðustu viku á kynbótasýningunni á Hellu. Hún hlaut 8,42 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,31 fyrir sköpulag og 8,47 fyrir hæfileika. Ásdís er fædd okkur en við seldum hana snemma árs 2020. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák. Ásdís var sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni en eigandi Ásdísar er Volker Sill og óskum við honum innilega til hamingju með hana og farmiðann á Landsmót. Ljósmyndirnar af henni tók Nicki Pfau. ![]() Gæðingurinn Seðill frá Árbæ fór í kynbótadóm í Hafnarfirði í vikunni og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið ljómandi vel. Hann hækkaði dóm sinn frá í fyrra og er nú kominn með 8,75 í aðaleinkunn. Sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,72 fyrir hæfileika. Með þessum glæsilega dómi er hann búinn að tryggja sér farmiða á Landsmót og verður gaman að fylgjast með honum þar. Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og áður en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum frá upphafi. Seðill verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2022. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið marianna@arbae.is AÐALEINKUNN KYNBÓTADÓMS 8,75
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
April 2023
Categories |