Frændurnir Seðill og Geisli frá Árbæ taka á móti hryssum í Árbæ, Rangárþingi Ytra, í sumar. Þeir verða í húsnotkun fram yfir Landsmót og verður þeim sleppt út í hryssur í kringum 10. júlí. Geisli og Seðill eru spennandi kostir fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund.
Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692 og Lárus í síma 661 2145 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
0 Comments
Þau þrjú hross úr okkar ræktun sem voru sýnd í fullnaðardóm í vor hafa öll tryggt sér þátttökurétt í kynbótahlutanum á Landsmótinu á Hellu nú í júlí. En það eru þau Seðill, Ásdís og Geisli. Seðill og Geisli eru í okkar eigu en það er Volker Sill sem á Ásdísi. Þau verða glæsilegir fulltrúar okkar ræktunar á mótinu og erum við full tilhlökkunar að fylgjast með þeim þar. ![]() Hin 6 vetra Ásdís frá Árbæ fór í glæsilegan dóm í síðustu viku á kynbótasýningunni á Hellu. Hún hlaut 8,42 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,31 fyrir sköpulag og 8,47 fyrir hæfileika. Ásdís er fædd okkur en við seldum hana snemma árs 2020. Hún er undan heiðursverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti og Stekk frá Skák. Ásdís var sýnd af Jakobi Svavari Sigurðssyni en eigandi Ásdísar er Volker Sill og óskum við honum innilega til hamingju með hana og farmiðann á Landsmót. Ljósmyndirnar af henni tók Nicki Pfau. ![]() Gæðingurinn Seðill frá Árbæ fór í kynbótadóm í Hafnarfirði í vikunni og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið ljómandi vel. Hann hækkaði dóm sinn frá í fyrra og er nú kominn með 8,75 í aðaleinkunn. Sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,72 fyrir hæfileika. Með þessum glæsilega dómi er hann búinn að tryggja sér farmiða á Landsmót og verður gaman að fylgjast með honum þar. Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og áður en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum frá upphafi. Seðill verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2022. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected] AÐALEINKUNN KYNBÓTADÓMS 8,75
![]() Auga-Steinn frá Árbæ hlaut fyrstu verðlaun fyrir sköpulag í vikunni á kynbótasýningunni í Hafnarfirði. Auga-Steinn er undan Veronu fre Árbæ og því sammæðra gæðingnum Seðli frá Árbæ. Verona er síðan undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti. Faðir Auga-Steins er gæðingurinn Thór-Steinn frá Kjartansstöðum. Hér eru ungur og bráðefnilegur fimmgangari á ferðinn sem verður að öllum líkindum sýndur miðsumars í kynbótadómi. Sköpulagseinkunn - 8,07
Höfuð: 8,0 - vel opin augu Háls, herðar og bógar: 8,0 - Fyllt kverk - Góð yfirlína - Háar herðar Bak og lend: 8,0 - Góð baklína - Löng lend - Áslend Samræmi: 8,5 - Fótahátt - Léttbyggt - Sívalvaxið Fótagerð: 8,0 - Þurrir fætur Réttleiki: 7,0 - Framf.: útskeifir Hófar: 8,5 - Hvefldur botn - Efnisþykkir Prúðleiki: 7,0 ![]() Drift frá Árbæ fór í byggingardóm á Hellu nú í vikunni og hlaut þar glæsilegan dóm en hún hlaut 8,25 fyrir sköpulag. Drift er fædd 2018 og er undan Katli frá Kvistum og Veronu frá Árbæ og er því hálfsystir Seðils frá Árbæ. En Verona er undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti. Sköpulagseinkunn - 8,25
Höfuð: 8,0 - Gróf eyru - Svipgott Háls, herðar og bógar: 8,5 - Hátt settur - Klipin kverk Bak og lend: 8,5 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak Samræmi: 8,0 - Meðal fótahæð - Hlutfallarétt Fótagerð: 8,0 - Sinaskil í meðallagi - Öflugar sinar Réttleiki: 8,5 - Framf.: Réttir - Afturf.: Réttir Hófar: 8,5 - Fremur víðir - Hvefldur botn Prúðleiki: 7,0 ![]() Gæðingurinn Geilsi frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í liðinni viku og ekki hægt að segja annað en að hann hafi fengið glæsilegan dóm en hann hækkaði aðaleinkunn sína úr 8,23 í 8,45 sem skiptist í 8,66 fyrir sköpulag og 8,34 fyrir hæfileika. Geisli er fyrsta afkvæmi Gleði frá Árbæ en hún hlaut 8,23 í aðaleinkunn í kynbótadómi sjálf og er hún undan Vökli frá Árbæ sem var undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði og móðir hennar er Glás frá Votmúla sem var undan Garúnu frá Stóra-Hofi og fyrrverandi heimsmeistaranum í fimmgangi Baldri frá Bakka. Faðir Geisla er Ölnir frá Akranesi sem hlaut 8,82 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé frábær dómur á þennan unga og efnilega stóðhest sem á framtíðina fyrir sér og verður gaman að fylgjast með honum á Landsmótinu í sumar. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hann lista vel í dómi en þau Lárus og Ásta eiga heiðurinn að tamningu og þjálfun á honum og færum við þeim öllum þökk fyrir. Geisli sinnir hryssum á Árbæ í sumar og er verðið undir hann 100.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Hann verður á húsi fram yfir Landsmót en fer síðan í í girðingu hér heima. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríönnu í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. Aðaleinkunn kynbótadóms 8,45
![]() Kveikur frá Árbæ hlaut glæsilegan byggingardóm í liðinni viku á Hellu en hann hlaut 8,25 fyrir sköpulag. Kveikur er fæddur 2018 og undan Keilu frá Árbæ (ae. 8,32) og Straum frá Feti (ae. 8,42). Keila móðir hans er undan heiðursverðlaunahrossunum Keili frá Miðsitju og Arndísi frá Feti. Straumur faðir hans er undan heiðursverðlaunahestinum Þrist frá Feti og Smáey frá Feti. Kveikur er nú kominn út í haga að njóta lífsins með hinum stóðhestunum og verður gaman að byrja á honum aftur í haust. Sköpulagseinkunn - 8,25
Höfuð: 7,5 - vel borin eyru - Krummanef Háls, herðar og bógar: 8,5 - Hátt settur - Góð yfirlína Bak og lend: 8,5 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak - Afar breitt bak - Meða vöðvafylling lendar Samræmi: 9,0 - Jafnvægisgott - Langvaxið - Sívalvaxið Fótagerð: 7,0 - Lítil sinaskil - Aðeins hokinn í hnjám Réttleiki: 7,5 - Framf. innskeifir - Brokkar ekki Hófar: 8,5 - Hvefldur botn Prúðleiki: 7,0 |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |