Gæðingurinn Seðill frá Árbæ fór í kynbótadóm í Hafnarfirði í vikunni og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið ljómandi vel. Hann hækkaði dóm sinn frá í fyrra og er nú kominn með 8,75 í aðaleinkunn. Sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,72 fyrir hæfileika. Með þessum glæsilega dómi er hann búinn að tryggja sér farmiða á Landsmót og verður gaman að fylgjast með honum þar. Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og áður en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum frá upphafi. Seðill verður á húsi og í girðingu í Árbæ sumarið 2022. Verðið undir.hann er 150.000 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected] AÐALEINKUNN KYNBÓTADÓMS 8,75
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |