Það sem af er sumri er mjög góð fyljun hjá Seðli en sónað var frá honum nú í vikunni og nýjum hryssum bætt í hólfið hjá honum. Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að bæta inn á hann hryssum eftir því sem við á. Seðill er hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn á heimsvísu það sem af er árinu. Hann hlaut 8,68 í aðaleinkunn í vor sem skiptist í 8,79 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika. Hann er með 9,0 í einkunn fyrir háls herðar og bóga, bak og lend, samræmi, hófa, greitt stökk, samstarfsvilja og fet. Hann er með 125 í aðaleinkunn kynbótamats.. Móðir hans er Verona frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði og farðir hans er Sjóður frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi og er undan Þyrnirós frá Kirkjubæ og heiðursverðlaunahestinum Sæ frá Bakkakoti. Seðill er spennandi kostur fyrir ræktendur sem vilja rækta fallega, jafnvíga alhliða gæðinga með þjála og góða lund. Hér má sjá myndband af honum frá því á kynbótasýningunni í vor. Verðið undir.hann er 99.200 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. Aðaleinkunn kynbótadóms 8,68
0 Comments
|
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |