Kveikur frá Árbæ hlaut glæsilegan byggingardóm í liðinni viku á Hellu en hann hlaut 8,25 fyrir sköpulag. Kveikur er fæddur 2018 og undan Keilu frá Árbæ (ae. 8,32) og Straum frá Feti (ae. 8,42). Keila móðir hans er undan heiðursverðlaunahrossunum Keili frá Miðsitju og Arndísi frá Feti. Straumur faðir hans er undan heiðursverðlaunahestinum Þrist frá Feti og Smáey frá Feti. Kveikur er nú kominn út í haga að njóta lífsins með hinum stóðhestunum og verður gaman að byrja á honum aftur í haust. Sköpulagseinkunn - 8,25
Höfuð: 7,5 - vel borin eyru - Krummanef Háls, herðar og bógar: 8,5 - Hátt settur - Góð yfirlína Bak og lend: 8,5 - Góð baklína - Vöðvafyllt bak - Afar breitt bak - Meða vöðvafylling lendar Samræmi: 9,0 - Jafnvægisgott - Langvaxið - Sívalvaxið Fótagerð: 7,0 - Lítil sinaskil - Aðeins hokinn í hnjám Réttleiki: 7,5 - Framf. innskeifir - Brokkar ekki Hófar: 8,5 - Hvefldur botn Prúðleiki: 7,0
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |