Þá er heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Oirschot, Hollandi, lokið og gullmolinn hann Geisli frá Árbæ stóð sig heldur betur vel þegar hann nældi sér í gull í flokki 6 vetra stóðhesta. Hann sýndi sig frábærlega bæði í forsýningu og yfirliti og að yfirliti loknu var aðaleinkunn hans komin í 8,60 sem skiptist í 8,76 fyrir sköpulag og 8,52 fyrir hæfileika. Það er ekki hægt að segja annað en að við séum að springa úr stolti yfir þessum mikla gæðingi. Hann sýndi sig mjög vel og vakti verðskuldaða athygli. Það var snillingurinn hann Árni Björn Pálsson sem sá um að sýna hann og hugsaði um hann úti fyrir okkur en hér heima hafa þau Lárus og Ásta borið hitann og þungann af þjálfun hans og erum við þessu magnaða þríeyki ákaflega þakklát fyrir þeirra frammistöðu. Nú taka við ný verkefni hjá honum á meginlandinu og verður gaman að fylgjast með honum í þeim af hliðarlínunni. Aðaleinkunn kynbótadóms
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |