Frændurnir Seðill frá Árbæ og Geisli frá Árbæ taka á móti hryssum í Árbæ í sumar. Þeir eru ekki bara gullfallegir báðir tveir heldur eru þeir með frábært geðslag sem skilar sér m.a. í mikilli jákvæðni og eru þeir alltaf tilbúnir að vinna fyrir knapann. Þeir fóru báðir í kynbótadóm á Hellu í síðustu viku og stóðu sig frábærlega. Seðill sem er 6 vetra hækkaði einkunn sína frá því í fyrra í 8,79 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika sem gerir 8,68 í aðaleinkunn og er hann hæst dæmdi 6 vetra hesturinn það sem af er þessu ári á heimsvísu. Geisli sem er 4 vetra var að þreyta frumraun sína í kynbótabrautinni og stóð sig með prýði en hann hlaut 8,36 fyrir sköpulag og 8,15 fyrir hæfileika sem gerir 8,23 í aðaleinkunn. Nánari upplýsingar um Seðil má sjá hér og nánari upplýsingar um Geisla má sjá hér.
Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Lárus í síma 661 2145, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |