Seðill frá Árbæ fór í dóm nú í vikunni á Hellu eins og Geisli frændi hans. Hann hækkaði einkunnir sínar frá í fyrra og hlaut nú fyrir sköpulag 8,79, fyrir hæfileika 8,62 og gerir það 8,68 í aðaleinkunn og er hann að svo stöddu hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn á þessu ári á heimsvísu. Frábær árangur þar hjá þessum einstaka höfðingja. Seðill var sýndur listilega vel af Árna Birni eins og í fyrra en það eru þau Lárus og Ásta sem eiga heiðurinn af þjálfuninni á honum. Seðill sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir.hann er 99.200 m/vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Nánari upplýsingar um notkun veita Guðmundur í síma 899 5692, Maríanna í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |