![]() Seðill frá Árbæ fór í kynbótadóm á Hellu í síðustu viku og hlaut þar glæsilegan dóm. Hann hlaut hvorki meira né minna en 8,44 í aðaleinkunn sem skiptist í 8,61 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika. Frábær dómur á þessum unga og bráðefnilega fola í sínum fyrsta fullnaðardómi og verður gaman að halda áfram með hann næsta vetur. Seðill er undan Veronu frá Árbæ sem hlaut á sínum tíma 8,32 í aðaleinkunn (8,38 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir hæfileika). Verona er undan heiðursverðlaunahrossunum Aroni frá Strandarhöfði og Vigdísi frá Feti. Seðill er þriðja afkvæmi hennar til að koma fram í dóm en áður hafa þær Díva (ae. 8,17) og Þórdís (ae. 7,95) farið í dóm. Faðir Seðils er Sjóður frá Kirkjubæ sem hlaut 8,70 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Seðill er einn hæst dæmdi sonur föður síns og með hæstu sköpulagseinkunn afkvæma hans. Seðill var sýndur glæsilega í kynbótadómi af Árna Birni Pálssyni en það er Lárus Jóhann Guðmundsson sem hefur séð um tamningu og þjálfun á honum frá upphafi og færum við þeim báðum þökk fyrir. Seðill sinnir hryssum hér á Árbæ í sumar og er verðið undir hann 75.000 + vsk. Inn í því er girðingargjald og 1 sónar. Áhugasamir hafi samband við Guðmund í síma 899 5692, Maríönnu í síma 894 6611 eða í gegnum tölvupóstfangið [email protected]
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |