Þegar. öllum kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að fara yfir árangur ársins. Hæst ber að nefna að hestagullið hann Seðill frá Árbæ er hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn í ár og ekki nóg með það heldur er hann jafnframt hæst dæmdi stóðhestur ársins þegar horft er á alla aldursflokka á heimsvísu. Hann er undan Veronu frá Árbæ sem er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Feti og Aroni frá Strandarhöfði. Faðir Seðils er Sjóður frá Kirkjubæ sem hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Geisli frá Árbæ er bráðefnilegur 4 vetra stóðhestur í okkar eigu sem er 5 hæst dæmdi stóðhestur ársins í sínum flokki hér á landi með 8,23 í aðaleinkunn. Hann er undan Gleði frá Árbæ sem er undan Glás frá Votmúla og Vökli frá Árbæ. En Vökull er undan heiðursverðlaunahrossunum Vigdísi frá Árbæ og Aroni frá Strandarhöfði og er því albróðir Veronu móður Seðils. Faðir Geisla er Ölnir frá Akranesi. Ásdís frá Árbæ er bráðefnileg 5 vetra hryssa sem hlaut 8,26 í aðaleinkunn nú í sumar. Hún er undan heiðrsverðlaunahryssunni Arndísi frá Feti. En Arndís er sammæðra þeim Veronu og Vökli, undan heiðursverðlaunahryssunni Vigdísi frá Feti. Faðir Ásdísar er Sökkull frá Skák. Einnig með 8,68 í aðaleinkunn en brotabrotum lægri en Seðill er hinn 9 vetra gamli gæðingur Glampi frá Kjarrhólum og er gaman að segja frá því að Glampi er undan hryssu úr okkar ræktun henni Gígju frá Árbæ sem er undan Glás frá Votmúla og Galsa frá Sauðárkróki. Annar hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn hér á landi í ár, Gandi frá Rauðalæk, sem hlaut 8,57 í aðaleinkunn er líka með Árbæjarblóð í æðum sér en móðir hans er Garún frá Árbæ sem stóð efst í 6 vetra flokki á Heimsmeistaramótinu 2015 í Herning. Hún er undan Glás frá Votmúla eins og Gleði og Gígja en faðir hennar er Aron frá Strandarhöfði. Við óskum eigendum Glampa, Ganda og Ásdísar innilega til hamingju með þessi glæsihross og þeirra árangur. Einnig viljum við þakka þjálfara- og sýnendateyminu okkar þeim Ástu, Lárusi og Árna Birni fyrir að ná alltaf því besta fram í drengjunum okkar.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |