Við bjóðum ykkur velkomin í heimsókn til okkar sunnudaginn 10. júlí frá klukkan 11:00 - 16:00. Hrossaræktarbúið Árbæ er staðsett í Rangárþingi Ytra, um 6 km frá mótssvæðinu á Gaddstaðaflötum, Hellu. Okkur hafa fæðst um 40 fyrstu verðlauna hross frá því við hófum okkar ræktun. Seðill frá Árbæ er hæst dæmdi stóðhesturinn úr okkar ræktun með 8,75 í aðaleinkunn og heimsmeistarinn Garún frá Árbæ er hæst dæmda hryssan með 8,62 í aðaleinkunn. Léttar veitingar verða í boði og verða stóðhestarnir Seðill og Geisli á húsi ásamt efnilegu ungviði, mæðrum sínum og fleiri gæðingum úr okkar ræktun. Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn :) -------- We would like to welcome you to open house at Árbær on Sunday July 10th, between 11:00 - 16:00. Árbær is located in Rangárþing Ytra, about 6 km from the competition area at Gaddstaðaflatir in Hella. We have bred about 40 first prize horses since we started our breeding. The highest judged stallion is Seðill frá Árbæ with a total score of 8,75 and the world champion Garún frá Árbæ is the highest judged mare with a total score of 8,62. We would like to invite you to come and have coffee with us and meet Geisli, Seðill, their moms, some promising youngsters and more of our horses. Looking forward to seeing you next Sunday :)
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |