Seðill hlaut viðurkenningu sem sem hæst dæmdi 6v stóðhesturinn, ræktaður af Fáksfélaga, árið 2021 með 8,68 í aðaleinkunn ásamt því að vera hæst dæmda kynbótahrossið ræktað af og í eigu Fáksfélaga 2021.
Hann var einnig heiðraður sem hæst dæmdi stóðhesturinn í flokki stóðhesta 7v og eldri árið 2022 með einkunnina 8,75 ásamt því að vera hæst dæmda kynbótahrossið ræktað af og í eigu Fáksfélaga 2022. Erum óendanlega stolt af þessum einstaka gæðingi sem hefur nú lagt kynbótaskóna á hilluna og undirbýr sig nú í rólegheitunum fyrir verkefni framtíðarinnar. Takk elsku Lárus og Ásta fyrir allan ykkar þátt í þessu og að hafa hugsað um hann eins og ykkar frá upphafi og takk Árni Björn fyrir að sýna hann með glæsibrag í kynbótadómi Seðill frá Árbæ, f.ár 2015 F: Sjóður frá Kirkjubæ, ae. 8,70 M: Verona frá Árbæ, ae. 8,32 Aðaleinkunn kynbótamats 130
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |