Seðill er áhugaverður hestur sem vakti mikla athygli þegar hann kom fram á Landssýningu kynbótahrossa. "Hann gerir mikið úr sér í reið með 9,0 fyrir háls og herðar og nýtir það vel í reið. Hann er jafnvígur og afar efnilegur alhliðahestur." Eins og Þorvaldur Kristjánsson orðaði það í kynningu á honum. Lárus sem á heiðurinn að tamningu og þjálfun á Seðli lýsir honum svo "Seðill býr yfir virkilega spennandi eiginleikum, fasmikill alhliða gæðingur, jafnvígur á öllum gangi, einstaklega samstarfsfús hestur með þjála lund." Seðill tekur á móti hryssum í Árbæ. Allar nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 661 2145.
0 Comments
Leave a Reply. |
AuthorWrite something about yourself. No need to be fancy, just an overview. Archives
December 2023
Categories |